Herrakvöld KFUM
verður haldið þann 19. nóvember og hefst með kvöldverði kl. 19:00.
Á matseðlinum verður boðið verður uppá grillað lambalæri, a la Hreiðar Örn og kalkúnabringur úr fuglabænum. Frönsk súkkulaðikaka verður í eftirrétt. Yfirkokkar eru þeir Haukur Árni Hjartarson og Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson.
Dagskráin verður skemmtileg, hinn glæsilegi Karlakór KFUM mun verða með söngatriði undir stjórn Keith Reed. Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur í Lindakirkju mun stjórna spurningarkeppni og hinn eldhressi Seljakirkjuprestur frá Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson mun flytja hugvekju. Þeir feðgar Sigurbjörn Þorkelsson rithöfundur og Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður hjá RUV mun halda þétt um stjórnvölin.Það er næst víst.
Skráning fer fram á:

skraning.kfum.is NÚ ER HÆGT AÐ SKRÁ SIG SJÁLFUR SMELLLIÐ HÉR Einnig í Þjónustumiðstöð KFUM og KFUK s.588 8899, skraning@kfum.is. Verð kr. 4.000.-