Góðar stundir fyrir alla fjölskylduna í Kaldárseli í upphafi aðventu

Sunnudaginn 29. nóvember verður boðið upp á jólaföndur í Kaldárseli frá kl. 13-18 fyrir alla fjölskylduna. Föndrið verður í einfaldari kantinum en hægt verður að föndra nokkra ólíka hluti.
Á boðstólum verða nýbakaðar smákökur og ýmislegt góðgæti, kaffi og gott að drekka fyrir börnin.
Verði mun vera stillt vel í hóf og ætti þetta að vera tilvalin leið fyrir alla fjölskylduna að njóta aðventunnar í Kaldárseli.