Kyn og borgararéttindi
Jóhannesarguðspjall 4:5-19
Nú kemur hann til borgar í Samaríu er Síkar heitir, nálægt þeirri landspildu sem Jakob gaf Jósef syni sínum. Þar var Jakobsbrunnur. Jesús var vegmóður og settist þarna við brunninn. Þetta var um hádegisbil. Samversk kona kemur að sækja vatn. Jesús segir við hana: „Gef mér að drekka.“En lærisveinar hans höfðu farið inn í borgina að kaupa vistir. Þá segir samverska konan við hann: „Hverju sætir að þú, sem ert Gyðingur, biður mig um að drekka, samverska konu?“ En Gyðingar hafa ekki samneyti við Samverja. Jesús svaraði henni: „Ef þú þekktir gjöf Guðs og vissir hver sá er sem segir við þig: Gef mér að drekka, þá mundir þú biðja hann og hann gæfi þér lifandi vatn.“ Hann segir við hana: „Farðu, kallaðu á manninn þinn og komdu síðan hingað.“ Konan svaraði: „Ég á engan mann.“ Jesús segir við hana: „Rétt er það að þú eigir engan mann því þú hefur átt fimm menn og sá sem þú átt nú er ekki þinn maður. Þetta sagðir þú satt.“ Konan segir við hann: „Drottinn, nú sé ég að þú ert spámaður.

Konan var borgarbúi Síkar. Hefði hún kallað sig borgarbúa? Hefðu nágrannar hennar talið hana hluta af sínu bæjarfélagi? Hún var ekki venjulegur borgarbúi, fór út að brunninum þegar dagurinn var heitastur til að forðast aðra. Hún hafði átt fimm eiginmenn, þannig að ætla mætti að íbúar Síkar hafi haft mikið um að slúðra, eiginmaður fjögur bar saman bækur sínar við eiginmann tvö og eiginmaður þrjú kvartaði við alla um hversu ómöguleg hún var. Átti hún virkilega samleið með Síkar? Voru allar bjargir bannaðar aðrar en að fá þann sem hún var nú með (eins og Jesús kallaði það) til þess að verða eiginmaður sex? Eða var hann nú þegar farinn að bera saman bækur sínar við hina fimm eiginmenn hennar.
Á of mörgum stöðum er kona án manns ekki ríkisborgari. Hún getur ekki erft land á eigin spýtur. Dauði eiginmanns þýðir að auðvelt er fyrir næsta karlmann sem hefur lögræði yfir ekkjunni að misnota hana. Sumar konur fá ekki að láta þjóðerni sitt ganga áfram til barnanna sinna ef það er annað en þjóðerni föðurins. Hvað merkingu hefur ríkisborgarréttur fyrir konu ef eina réttarstaða hennar er að vera viðauki karlmanns? Fyrir margar konur sem leita ríkisborgararéttar í landi er hjónaband eina leiðin. Sú leið er þó oft aðeins gildra þar sem valið stendur á milli misnotkunar frá hendi eiginmanns eða brottvísunar úr landinu.
Hvað ef konan frá Síkar giftist öllum þessum mönnum til þess að viðhalda réttarstöðu sinni í borginni? Það virðist sem svo að hún geti eða megi einfaldlega ekki verið fullorðin einstæð kona án eiginmanns. Við fáum ekki að vita hvað hún heitir. Hún hefur ekki ættarnafn karlmanns til þess að kenna sig við. Hún staðhæfir ekkert um Síkar. Slúður, orðrómur og útskúfun hafa áhrif á það hvernig maður lítur á stöðu sína í samfélaginu. En hún lætur það skýrt í ljós að hún er Samverji. Samverjar birtast í sögum Nýja Testamentisins þegar guðspjöllin vilja leggja áherslu á það að kenningar Jesú séu ekki aðeins ætlaðar gyðingum. Hún er ein við brunninn. Það er greinilegt að einhverskonar ríkisborgararéttur geti aðeins verið framför. Hún hefur engu að tapa nema enn einum eiginmanni. Hversu margar konur væru reiðubúnar að gefa frá sér ríkisborgararéttinn sem þeim var veittur? Hvað ætli séu til margar konur sem hafa meira fram að leggja en bara þau verk sem þeim eru gefin? Samverska konan er fær um að halda uppi samræðum við son Guðs. Hún kemst vel að orði og ber skýrt fram deiluefnið um samband gyðinga og samverja. Hún getur leikið sér að orðum en felur sig samt ekki á bakvið hnyttni. Hún er greinilega tilbúin fyrir breytingu. Jesús lætur sjálfsvitund hennar ekki ógna sér. Hann býður henni lifandi vatn og hún drekkur.
Konan er breytt. Í nærveru Jesú stendur hún frammi fyrir nýjum heimi. Þrátt fyrir að nágrannar hennar lítillækkuðu hana og neyddu hana til að til að sækja vatn í hitanum þá mun það ekki aftra henni að segja þeim frá Jesú. Nýja heimssýn hennar dregur hana til þeirra sem fyrirlitu hana og útilokuðu hana. Þótt við heyrum ekki meira um hana en þessa frásögn í Biblíunni þá eru fyrstu viðbrögð hennar að kynna Jesú fyrir íbúum Síkar. Fyrstu gjörðir konunnar með nýrri heimsýn sinni var að færa hennar eigin borg boðskapinn í stað þess að andvarpa í létti og flýta sér með Jesú til Jerúsalem.
Það er hægt að heiðra hugrekki hennar án þess að gera það að reglu. Fyrir sumar konur (og reyndar líka karla) er of hættulegt eða of erfitt að snúa aftur þaðan sem þær komu. Uppruni þeirra færir þeim aðeins sársauka. Í þeim tilvikum getur fyrirheit um annan ríkisborgararétt, sem er ekki bundinn við kúgun, verið lifandi vatn fyrir ofþornaðar sálir. Samverska konan þarf ekki lengur að vera sú sem er fyrirlitin. Hún getur leitt allar konur og menn að hinu lifandi vatni. Hún gæti hafa átt fleiri eiginmenn en kvikmyndastjarna en Jesús skilur hana ekki eftir veglausa við brunninn. Hún drekkur frjáls og er systir okkar í Kristi utan við takmörk venja og hefða, borgarbúi í samfélagi dýrlinga.

ðspjall 4:5-19