Ungt fólk og alþjóðavæðing
Þýð. Hjálmar Þórarinsson
Ritningalesturs: Matteus 10:16
,,Ég sendi yður eins og sauði meðal úlfa. Verið því kænir sem höggormar og falslausir sem dúfur. „
Ein hugmynd um það sem ungt fólk á að vilja út úr lífinu kemur úr rokklagi með Nickelback. Lagið var vinsælt fyrir nokkrum árum:
‘Cause we all just wanna be big rock stars
And live in hilltop houses driving fifteen cars
The girls come easy and the drugs come cheap
we’ll all stay skinny ’cause we just won’t eat
And we’ll hang out in the coolest bars
in the VIP with the movie stars
Every good gold digger’s
Gonna wind up there
Every Playboy bunny
With her bleach blonde hair.’
Það að vera rokkstjarna er ein leið til að vera frægur. En möguleikarnir eru endalausir. Allir vilja vera stjörnur. Af hverju vilja menn ekki verða læknar, kennarar, teppaleggjarar eða bændur? Er þetta lag háðdeila á lífstíl fræga fólksins eða sýnir það hvað ungt fólk í dag dreymir um: fimmtán bíla, ódýr eiturlyf og stelpur.
Ungt fólk er aðalskotmörk markaðssetningar. Það er stöðugt áreiti um að þau eigi að vera aðlaðandi, falleg og farsæl. Skemmtanaiðnaðurinn stýrir ferðinni og þetta hefur áhrif á unga og óharnaða unglinga sem eru að finna út hver þau eru og hvað þau vilja gera við líf sitt. Stundum þurfa þau að læra að berjast fyrir rétti sínum.
Jesús leggur lærisveinum sínum erfið verkefni. Fylgjendur hans eiga að vera kænir sem höggormur og falslausir sem dúfur. Jesús er raunsær um hvað er í vændum. Það er fullt af úlfum á leiðinni. Hvernig getum við trúað öllu þegar stöðugt er verið að reyna að tæla, ginna og stjórna manni? Farsæld er túlkuð sem svo að þurfa að eignast eitthvað. Jafnvel þótt það eitt veiti manni enga
hamingju.
Þegar stelpurnar koma auðveldlega, eins og segir í laginu, er ljóst að KFUM og KFUK eiga mikið verk í vændum. Það þarf að koma hátt og skýrt fram að: ,,Engin kona ætti að vera talin auðveld, ódýr eða verið komið fram við þær af vanvirðingu, konur skal meta að verðleikum“
Hvar eru dæmin um það að vera ábyrgur borgari feli í sér meira en það að vera klókur viðskiptajöfur sem hugsar um það eitt að eignast sem mest af eignum og komast í vímu, en vanrækir aðra mikilvægari hluti.
Hvernig getur KFUM og KFUK sannfært konur nú á dögum um að heiðarlegi, vöðvastælti maðurinn sem ferðast á hjóli sé meira aðlaðandi en gúmmítöffarar sem geta ekkert annað en að keyra of hratt.
Hvernig getur KFUM og KFUK sannfært karla, um að konur sem eru frjálsar til að tjá sig og hugsa vel um sig, séu meira aðlaðandi en konur sem hugsa bara um föt og eru þrælar tískuiðnaðarins.
Það að vera eins kænn og höggormur merkir að sjá í gegnum fölsk gylliboð og
ranghugmyndir sem fjölmiðlar og fleiri stuðla að.
Sporna þarf við neytendahyggjunni sem skilur ekkert eftir sig nema innnatóma hluti og einmanaleika.
Það að vera kænn sem höggormur er að líta undir yfirborðið og sjá hver rótin að vandanum er.
Stuðla að því sem skiptir virkilega máli í lífinu og deila því með fólki.
Ungt fólk innan KFUM og KFUK geta verið leiðtogar í að endurskilgreina gildin í
samfélaginu í dag. Þau eru stöðugt áreitt með blekkingum og lygum og eru farin að sjá í gegnum þær. Unga fólkið veit hvað er í gangi og getur komið því áleiðis til okkar hinna. Mörg taka Jesú alvarlega og eru orðin eins kæn og höggormar. Þau verða að vera það. Að vera eins falslaus og dúfur eins og Jesú segir er hins vegar mun erfiðara.
Hvað merkir það að vera falslaus? Ef það merkir aðeins að vera einfaldur eða barnalegur þá er maður auðveld bráð. Hvernig getur falsleysi verið gott fyrir nútíma borgara sem er hent fyrir úlfana?
Með þessari mótsögn að vera kænn en jafnframt falslaus er Jesús að vara við því að vera bara tortrygginn og bölsýnn. Það er nauðsynlegt að vera opinn fyrir fólki, elska og vera elskaður. Varkárni, sem er nauðsynleg til varnar, breytir ekki aðstæðum eða fólki. Sannleikurinn, einlægni og hreinskilni breytir skoðunum fólks um hvert annað og heiminn. En höggormarnir virðast vera algengari en dúfurnar. Efasemdirnar eru algengari nú á dögum.
Hver mun verða dæmi um kænt sakleysi?
KFUM og KFUK er ekki bara staður til að læra færni. Það getur verið staður þar sem úlfunum er haldið í skefjum og aðferðum þeirra uppljóstrað. Þá getur KFUM og KFUK orðið samfélag þar sem kænt falsleysi er við lýði, fólk með bros á vör hittist, á gleðirík samskipti, tekst á við krefjandi verkefni og eignast vini í leiðinni.
Stelpurnar eru ekki ,,auðveldar“ (ekki heldur strákarnir), eiturlyfin eru ekki heillandi, bílastæðin full af hjólum, allir borða vel og lifa heilbrigðu og góðu lífi.
Úlfarnir eru ennþá víða en höggormarnir eru vitrir/kænir og dúfurnar falslausar og það mun gera gæfumuninn.