Þriðjudaginn 10. nóvember býður KFUM og KFUK öllum á aldrinum 14 – 20 ára til að taka þátt í ókeypis söng – og leiklistarnámskeiði á vegum Ten Sing Norway hópsins. Hópurinn ferðast um alla Evrópu og heimsækir KFUM og KFUK félög til að halda sín frábæru námskeið. Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast Ten Sing hugmyndafræðinni sem og spreyta sig á sviði tónlistar og leiklistar. Hópurinn stundar nám við lýðháskóla KFUM og KFUK í Oslo og er námskeiðhaldið hluti af náminu þeirra.
Námskeiðið er frá klukkan 19.30 – 22.00 í húsi KFUM og KFUK.

Látið þetta tilboð ekki framhjá ykkur fara.