Margir lögðu leið sína í húsakynni KFUM og K í Reykjavík í dag með jólapakka í söfnunina jól í skókassa. Söfnuninni lauk í dag en alls söfnuðust á fjórða þúsund jólapakkar. Þeir verða sendir í næstu viku til Úkraínu þar sem þeim verður dreift til munaðarlausra barna og [barna] einstæðra mæðra.

http://ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item310659/