Nú er komið að því!!! Miðnæturíþóttamót ungdlingadeilda KFUM og KFUK verður á föstudaginn. Lagt verður af stað frá Holtavegi 28 (Þjóunustumiðstöð KFUM og KFUK á Íslandi) klukkan 17:30 en 16:30 frá Reykjanesinu og Hveragerði. Keppt verður í hinum ýmsu greinum svo sem sveskjusteinaskirpi, skák, förðun og mörgu fleiru. Gísli Davíð Karlsson verður mótstjóri og er aðal skipuleggjandi mótsins. Verð á mótið er 6200 krónur og er allt innifalið í því. Mikilvægt er að taka með sér sæng/svefnpoka, snyrtidót, sundföt, íþróttaföt, íþróttaskó, hlýföt, LEYFISBRÉFIÐ, góða skapið, húfu og vettlinga og annað sem sniðugt væri að taka með. Neysla vímuefna er að sjálfsögðu bönnuð.