Fótboltamót yngri deilda gekk vonum framar og skemmtu þátttakendur sér rosalega vel. 4 stúlknalið tóku þátt og voru það stúlkurnar í Digraneskirkju sem tóku bikarinn með sér heim eftir harða baráttu við stúlkurnar frá Keflavík. Það voru hinsvegar Keflavíkurdrengir sem að tóku bikarinn með sér heim eftir góðan leik við Blikana úr Kópavogi. Dómarar á mótinu voru Hákon Jónsson í stúlkna deild og Hjálmar Þórarinsson í drengja deild, mótsstjóri var Sólveig Þórarinsdóttir. Allir þátttakendur fengu Prins Póló og Svala eftir mót.