Samkomur verða á vegum KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík og í Sunnuhlíð á Akureyri á sunnudaginn.
Lofið Drottin af öllu hjarta – samkoma á Holtavegi
Yfirskrift sunnudagssamverunnar er "Lofið Drottin af öllu hjarta" (Efes.5:15-20). Ræðumaður er sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir.
Lífleg tónlist, söngur og innihaldsríkur boðskapur er kjarni samverunnar. Þátttakendur eru hvattir til að staldra við eftir samkomu og eiga gott samfélag saman yfir kaffibolla.
Guð mun styrkja okkur – samkoma í Sunnuhlíð.
Hjónin Kristín Sverrisdóttir og Gunnar Bjarnason verða gestir á samkomu í Sunnuhlíð á sunnudag. Umfjöllunarefnið er það sem Guð getur veitt manninum. Það eru allir velkomnir á samkomu.