Nú er loksins komið að því! Fótboltamót YD KFUM og KFUK er á sunnudaginn. Stelpurnar byrja á því að keppa frá klukkan 13:00 til 14:15 og síðan keppa strákarnir frá klukkan 14:30 til klukkan 16:00. Mótið fer fram í íþróttahúsi Breiðholtsskóla en Breiðholtsskóli er staðsettur í Bakkahverfinu í póstnúmeri 109. Í fyrra var það Lindasókn sem sigraði mótið bæði í drengja- og stúlknaflokki. Allir þátttakendur fá eitthvað góðgæti eftir mót og viðurkenningarskjal. Sigurliðin taka á móti farandbikar sem þau geyma í eitt ár eða fram að næsta fótboltamóti. Keppendur sigurliðanna fá síðan verðlaunapening til eignar. Sjáumst hress í Breiðholtsskóla á sunnudaginn kemur.
Mæting er hjá drengjum og stúlkum í Reykjanesbæ klukkan 11:30 í Hátún 36.