Dagana 18. – 24. október stendur yfir vímuvarnarvikan eða vika 43 ( www.vvv.is). Hún er samstarfsvettvangur frjálsra félagasamtaka sem láta sér málefni barna og unglinga varða og er KFUM og KFUK þátttakandi í þessu átaki. Í ár er markmið vikunnar að vekja athygli á slæmum afleiðingum kannabisneyslu á ungt fólk.
Þriðjudaginn 20. október verður morgunverðarfundur á Grand Hótel um umfang og afleiðingar kannabis notkunar:
a) Karl Steinar Valsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn.

  • Umfang framleiðslu og dreifing á kannabis

b) Kannabis &framhaldsskólinn (forvarnafulltrúi framhaldsskóla)

  • Kannabis í framhaldsskólum, umfang og viðbrögð

c) Aðstandandi kannabisneytenda segir sögu sína

  • Einkenni, viðbrögð og afleiðingar.

d) Afleiðingar kannabisneyslu, Þórarinn Tyrfingsson

  • Líkamleg áhrif og afleiðingar fyrir neytandann

Fundarstjóri er Rafn Jónsson. Opnar umræður í lok fundarins.
Þátttökugjald er 1500 kr. Morgunmatur er innifalinn í gjaldinu. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Skráning fer fram á www.lydheilsustod.is/skraning