Samkomur verða á vegum KFUM og KFUK á Holtavegi 28 í Reykjavík og í Sunnuhlíð á Akureyri á sunnudaginn.
Elskið hvert annað – sunnudagssamkoma á Holtavegi
Yfirskrift sunnudagssamverunnar er "Elskið hvert annað" (Efes. 4:1-6). Ræðumaður er sr. Íris Kristjánsdóttir.
Lífleg tónlist, söngur og innihaldsríkur boðskapur er kjarni samverunnar. Fyrsta sunnudag í mánuði er boðið upp á kraftmeiri tónlist og söng, lofgjörð og fyrirbæn. Þátttakendur eru hvattir til að staldra við eftir samkomu og eiga gott samfélag saman yfir kaffibolla. Allir velkomnir.
Kristniboðssamkoma í Sunnuhlíð.
Kristniboðsfélag Akureyrar og KFUM og KFUK halda sameiginlega kristniboðssamkomu í húsnæði KFUM og K í Sunnuhlíð á sunnudaginn og hefst hún klukkan 20,00. Ragnar Gunnarsson framkvæmdastjóri og fyrrum kristniboði segir fréttir af kristniboði og hefur hugleiðingu.
Allir velkomnir.