Þurfa Íslendingar hæfari leiðtoga?
Þarf íslensk kirkja á öflugri leiðtogum að halda?
Geta leiðtogar bætt sig og náð meiri árangri?
Er hætta á að leiðtogar staðni eða brenni út?

Alþjóðleg leiðtogaráðstefna Global Leadership Summit (GLS) verður haldin í fyrsta sinn á Íslandi 6.-7. nóvember n.k. Hún er ein stærsta samkirkjulega ráðstefna sem haldin er í heiminum með yfir 120 þúsund þátttakendum frá 57 löndum. Þverkirkjulegur samstarfshópur hefur undanfarið ár unnið að undirbúningi ráðstefnunnar hér á landi.
Fyrir hverja er GLS?
GLS er fyrir kristna leiðtoga s.s. presta, djákna, æskulýðsleiðtoga, sóknarnefndir og annað starfsfólk kirkna og safnaða. Þessi ráðstefna gagnast einnig leiðtogum- og stjórnendum á öllum sviðum þjóðlífsins eða hafa áhuga á leiðtogafræðum.
Tilgangur GLS er að vera vettvangur þar sem kristnir leiðtogar geta hist árlega til að eiga ánægjulegar og uppbyggilegar stundir. Þar fái þeir bestu fræðslu sem völ er á, innblástur og hvatningu til að ná enn betri árangri og öðlast meiri ánægju í störfum sínum, trúarlífi og einkalífi. Öll trúarleg ágreiningsefni eru lögð til hliðar en þess í stað stuðlað að einingu meðal kristinna manna.

Frekari upplýsingar veitur Jón Ómar (jonomar(hjá)kfum.is). Nánari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðunni www.gls.is. Þar er einnig hægt að skrá sig á ráðstefnuna.