Ten Sing er nýtt fjöllistastarf fyrir ungt fólk (15 – 20 ára). Starfið er fyrir alla þá sem hafa áhuga á því að nota hæfileikana sína eða að kynnast nýjum hæfileikum. Ten Sing byggir á þremur meginstoðum Kristur, menning og sköpun.
Kristur: Markmið Ten Sing er að laða ungt fólk til fylgdar við Jesú Krist.
Menning: Í Ten Sing eru menning og viðhorf ungs fólks lögð til grundvallar,
Sköpun: Í Ten Sing viljum við leysa úr læðingi þann sköpunarkraft sem býr í ungu fólki.
Hópurinn hittist á æfingu hvert miðvikudagskvöld í húsi KFUM og KFUK, Holtavegi 28, klukkan 19.30. Hópurinn skiptist í hljómsveit, tónlistarhóp, leiklistarhóp og danshóp. Fyrst er æft í sitt hvoru lagi síðan er stutt hlé og helgistund og að því loknu æfir allur hópurinn saman.
Stjórn Ten Sing er skipuð þeim Gylfa Braga Guðlaugssyni, Helgu Sif Helgadóttur og Snædísi Snorradóttir.
Frekari upplýsingar má fá á jonomar(hjá)kfum.is eða í síma 5888899