Í gær vorum við vakin með fögrum fuglasöng í hlýju og björtu veðri. Strax eftir morgunmat og biblíulestur var farið í húllakeppni og brennó. Sólin skein og var mikil stemmning í hópnum. Foringjarnir grilluðu pylsur úti á hlaði og eftir hádegismat var farið í gönguferð niður að réttum þar sem farið var í marga skemmtilega leiki. Í kaffinu gæddu stelpurnar sér á nýbökuðu bananabrauði og gómsætri sjónvarpsköku. Fram að kvöldmat var farið í limbó og brennó úti í íþróttahúsi og stelpurnar voru með söngstund inni í setustofu þar sem einnig voru gerð vinabönd. Í kvöldmat var boðið upp á kjúklingabaunabuff, kartöflur og grænmeti. Á kvöldvöku var svo svaka stuð þar sem mikið var sungið og leikið. Eftir lokastund var haldið náttfatapartý þar sem dansað var og trallað. Foringjar voru með skemmtiatriði fyrir stelpurnar og svo lauk náttfatapartýinu með því að þær fengu allar ís síðan var sögustund. Stelpurnar fóru því allar sáttar og glaðar að sofa eftir góðan dag.
Hér eru myndir dagsins.