Vetrarstarf KFUM og KFUK hefst í næstu viku. Stærstur hluti vetrarstarfsins er ætlaður börnum, unglingum og ungmennum en einnig eru dagskrárliðir sérstaklega ætlaðir fjölskyldum og fullorðnum.

Smellið hér til að lesa nánar um æskulýðsstarfið. Smellið hér til að lesa nánar um fjölskyldu- og fullorðinsstarfið.

Vertu með! – Það kostar ekki neitt.
KFUM og KFUK býður upp á skemmtilegt og uppbyggjandi félagsstarf. Tæplega 50 hópar munu hittast vikulega um allt land í vetur en þar verður tekið upp á ýmsu. Ekkert þátttökugjald er tekið í hópastarfinu (deildunum). Farið verður í 1-2 ferðalög á árinu og er þá vægt gjald tekið fyrir ferðakostnaði.