Í gær héldum við upp á veisludag sem byrjaði vel í mildu og góðu veðri. Biblíulesturinn var á sínum stað eftir morgunmat og var fjallað um heilagan anda. Eftir biblíulestur var kepptur úrslitaleikurinn í brennómótinu þar sem Furuhlíð og Hamrahlíð kepptu um fyrsta sætið svo fór að stelpurnar í Furuhlíð stóðu uppi sem sigurvegarar og fengu þær að keppa við foringjana og fóru leikar svo að foringjar unnu. Í kaffinu gæddu stelpurnar sér á súkkulaðiköku og nýbökuðum bollum og svo hófst undirbúningur hárgreiðslukeppninnar og tóku margar stelpur þátt. Farið var á slaginu 18 að sækja fánann eins og hefð er fyrir á veisludegi í Vindáshlíð. Allar voru prúðbúnar og á leiðinni til baka var farið í skrúðgönguna og „vafið mjúka, dýra dúka“. Veislan hófst svo í fallega skreyttum matsalnum þar sem verðlaun voru veitt ýmsar keppnir. Um kvöldið var veislukvöldvaka þar sem foringjar sáu um skemmtiatriðin og skemmtu stelpurnar sér konunglega.
Í fyrramálið er komið að brottför og eru flestar stúlkurnar búnar að pakka. Lagt verður af stað úr Vindáshlíð kl 11:00 og komið að Holtavegi kl 12:00.