Nú á laugardaginn (3. október) heimsóttu um 30 Valsmenn, drengir 10 til 12 ára og nokkrir feður Vatnaskóg. Tilgangur heimsóknarinnar var að hjálpa til við umhirðu á aðal knattspyrnuvelli staðarins. Tóku þeir rækilega til hendinni við að stinga í burtu fífla og aðrar ójöfnur af vellinum. Um var að ræða mikið verk en mikið var af slíkum ójöfnum í vellinum. Dugnaður skein úr hverju andliti og gekk verkið vel. Á eftir var síðan leikið sér bæði í íþróttahúsinu og einnig utandyra. Skógarmenn kunna þessum heiðursmönnum hinar bestu þakkir fyrir frábært framtak sem hefði örugglega fyllt séra Friðrik Friðriksson stofanda KFUM og Vals miklu stolti.