Í dag er rok og rigning búin að skekja Kaldársel, en sem betur fer erum við byggð á bjargi en ekki sandi!
Við erum búin að…hoppa í hoppukastala, fara í skotbolta, fá andlitsmálningu og horfa á mynd um Jesú. Og af því að það er veisludagur erum við búin að borða pylsur, pitsur, kökur og ís (og eitthvað smá hollt líka).
Nú er loks komið að því sem allir hafa beðið eftir; Að gista í Kaldárseli, vúbbídú!
Góða nótt mamma og pabbi, sjáumst á morgun!
Myndir frá því í gær og í dag má sjá hér.