Ölver býður mæðrum og dætrum að njóta samvista í yndislegu umhverfi Ölvers undir Hafnarfjalli. Dagskráin verður með hefðbundnu sumarbúðasniði þar sem haldnar verða kvöldvökur, farið verður í gönguferðir, heita pottinn, leiki og gaman.

Hægt er að skrá sig á mæðgnahelgi í Ölveri með því að smella hér.
Dagskrá mægnahelgar í Ölveri

Föstudagur:
18:00 Mæting upp í Ölver (athuga, engin rúta fer frá Holtavegi)
19:00 Kvöldverður
20:30 Kvöldvaka
22:00 Kvöldkaffi

Laugardagur:
09:30 Morgunverður
10:30 Morgunstund fyrir mæður; Marta og María. Umsjón: Ása Björk Ólafsdóttir prestur
Morgunstund barnanna og brennó í íþróttahúsinu
12:15 Hádegismatur
13:30 Gönguferð
15:30 Kaffitími
16:30 Föndur og dundur, heitur pottur og Ölversfléttun
19:00 Hátíðarkvöldverður
20:30 Kvöldvaka þar sem foringjar sumarsins sjá m.a um að skemmta
22:00 Kvöldkaffi

Sunnudagur:
09:30 Morgunmatur
10:00 Hópastarf og undirbúningur messu, söngur og leiklist.
11:00 Messa
12:30 Hádegismatur
14:00 Brottför

Einnig er ýmislegt óvænt í boði sem ekki verður gefið upp!!!

Rétt er að hafa búnað til útiveru s.s stígvél eða gönguskó, úlpu, regnföt, strigaskó, hlýja peysu, föt til skiptanna, húfu, sundföt og annað sem þið teljið nauðsynlegt. Einnig þarf að vera með sæng eða svefnpoka, kodda og lak.

Verð.kr.5.900.
Innifalið í verði er fullt fæði og öll dagskrá. Athuga að engin rúta fer frá Holtavegi.