Það er mikil gleði í Listaflokknum sem nú stendur yfir í sumarbúðunum Ölveri. Eftir rútan renndi í hlað um hádegið með 34 stúlkur innanborðs tók við grjónagrautur og brauð sem stúlkurnar borðuðu af bestu list. Eftir matinn var hófst dagskráin af fullum krafti og máluðu stúlkurnar taupoka sem ætlunin er að verði til sölu í Kirkjuhúsinu við Laugarveg og mun allt söluvirðið renna til þurfandi sem leita til Hjálparstarfs kirkjunnar. Í kaffinu var boðið uppá ávexti ásamt heimabakaðri kryddköku og vínarbrauði. Því næst var boðið uppá hópastarf þar sem stúlkunum var skipt í þrjá hópa og fór einn hópurinn í trommu og takt smiðju þar sem þær bjuggu til sínar eigin hristur. Annar hópurinn fór í dans og hreyfilist þar og sá þriðji fór í bókbandsvinnu og bjuggu stúlkurnar til sínar eigin skissubækur sem þær saumuðu saman.
Í kvöldmatinn bauð Erna Björk ráðskona uppá grænmetis og pastasalat, með skinku, sveppum, papriku, agúrkum, gulum baunum og fleiru til. Með því gátu stúlkurnar gætt sér á pizzabrauði og drukkið vatn sem er hvergi betra en í Ölveri.
Áður en að kvöldvöku kom var frjáls tími, en á kvöldvökunni var mikið sungið og skapaðist mikil stemmning undir gítarleik Höllu og jambai-trommuleik Kathrynar.
Nokkrar stelpur léku á hljóðfæri og óhætt að segja að Íslendingar þurfa ekki að hafa áhyggjur af sinfóníuhljómsveitum framtíðarinnar þvílíkir voru hæfileikar stelpnanna. Matthildur flutti hugvekju útfrá sögunni um Sakkeus og mikilvægi þess að axla ábyrgð ganga á Guðs vegum. Eftir kraftmikla kvöldvöku var farið í einn leik áður en boðið var uppá ávexti fyrir háttinn. Stúlkurnar fóru svo og tannburstuðu áður en ein starfstúlka fór inn í hvert herbergi og ræddi við stúlkurnar sagði sögu og bað þeim bænirnar. Ein starfsstúlka, svo nefnd bænakona, fer inn í hvert herbergi og tengist stúlkarnar þeirri starfsstúlku sérstökum böndum. Nú er klukkan 22:45 og ró að færast yfir, bænakonurnar eru enn inná herbergjunum.
Veðrið hefur fallegt í dag, sól og blíða og sólarlagið er afar fallegt hér undir Hafnarfjallinu.
Í lokin er rétt að kynna starfsfólkið í stuttumáli:
Margrét Rós Harðardóttir tæplega þrítug listakona stýrir flokknum. Margrét lærði í listaháskólanum og tók eina önn í Guðfræði við háskóla Íslands áður en hún tók masterspróf við listaháskólann í Bremen þar sem hún útskrifaðist með áherslu á að vinna að samfélagslegri listsköpun.
Erna Björk Harðardóttir 27 ára hjúkrunarfræðingur sér um að elda matinn.
Ásdís Björnsdóttir 29 ára menntaskóla kennari vinnur með stúlkunum í ýmsu hópastarfi auk þess að aðstoða við bakstur. Ásdísi fylgir Guðni Már Harðarson eiginmaður hennar og prestur í Lindakirkju ásamt tveimur börnum, þau taka þátt í flokknum eftir tíma og getu.
Matthildur Bjarnadóttir 21 árs stúdent og verðandi guðfræðinemi vinnur með stúlkunum í leikjum og listum.
Kathryn Aikins 29 ára prestur sem vinnur í fátækrahverfum Atlanta í bandaríkjunum vinnur með stúlknum í listum og leikjum, en Kathryn er afar fær trommari og kennir stúlkunum að slá taktin á hin ýmsu ílát.
Birta Dögg Andrésdóttir 21 árs stúdent sem hefur læknisfræðinám sitt nú í haust, Birta vinnur með stúlknunum í listum og leikjum.
Halla Þórlaug Óskarsdóttir 21 árs stúdent sem byrjar í myndistadeild Listaháskólana vinnur með stúlkunum í leikjum og listum en Halla kemur að tónlistar og myndlistarvinnu með stúlkunum.
Þar að auki eru þrjár stúlkur Aldís Björg Jónasdóttir, Lilja Arnarsdóttir og Hera Jóhannsdóttir sem hefja menntaskólagöngu sína í haust að vinna sem matvinnungar og aðstoða við hin ýmsu verkefni sem upp koma.
Myndir eru nú komnar inn og nægir að smella á tengil hér að neðan, fleiri myndir og fréttir koma eftir svæfingu í kvöld!