Vegna slæmrar veðurspár fyrir allt landið á föstudagdag höfum við ákveðið að fresta leiðtogahelginni um hálfan mánuð. Leiðtogahelgin verður því frá 23. október til og með 25. Lagt verður af stað frá Holtavegi kl 17:30 föstudaginn þann 23. október. Nánari upplýsingar verða sendar þátttakendum síðar.
Veðurspáin gerir ráð fyrir stormi allt að 20-30 metrum og hviðum um 40 – 50 metrum á sekúndu, á sunnan og vestanverðu landinu. Það þýðir að sá hópur sem ætlaði koma frá Vestmannaeyjum mun ekki komast vegna veðurs. Um norðanvert landið er spáð miklum vindi og úrkomu sem mun einnig hefta för þeirra sem eru að koma að norðan. Þessu til viðbótar teljum við ekki rétt að stefna fólki í óþarfa hættu á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli í miklu vindhviðum sem gætu orðið allt að 40-50 metrum á sekúndu. Okkur þykir leitt að fresta helginni en við þessar aðstæður finnst okkur rétt að vera örugg og fara með gát.