Kvennaflokkur í Vindáshlíð 28.-31.ágúst!

  • Föstudagur 9. október 2009
  • /
  • Fréttir

Hinn árlegi kvennaflokkur í Vindáshlíð í Kjós verður haldinn 28.ágúst-31. ágúst næstkomandi. Spennandi dagskrá í tilefni fimmtíu ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Verð aðeins krónur 9.900 fyrir dagskrá, gistingu og fullt fæði. Nánar upplýsingar um Kvennaflokk mun birtast á heimasíðu KFUM og KFUK, www.kfum.is eftir verslunarmannahelgi. Skráning er í fullum gangi í síma 588 8899.