Söfnunin fyrir Jól í skókassa er farin af stað. Líkt og fyrri ár söfnum við nú litlum jólagjöfum í skókassa sem sendar verða til Úkraínu. Gjöfunum er dreift til barna á munaðarleysingjaheimilum og sjúkrahúsum í héraðinu Kivorograd en þar er um 80% atvinnuleysi. Undanfarin tvö ár hafa safnast tæplega 5000 jólagjafir sem glatt hafa börnin í Úkraínu og við stefnum á að safna a.m.k. jafnmörgum gjöfum í ár.

Heimasíða verkefnisins Jól í skókassa Jól í skókassa á Facebook