Fáninn dreginn að húni blaktandi og tignarlegur. Gola var í morgun þegar drengirnir voru vaktir, rúmlega 140 þreytt augu mættu í morgunmat klukkan 9. Drengirnir fóru á morgunstund og eftir að söngurinn Vakna því vökumenn var sunginn lifnaði mannskapurinn við og var tilbúinn að takast á við nýjan dag. Bátarnir eru lokaðir en í staðinn var boðið uppá langstökk og þrístökk án adrennu, Ballskákmót, þythokkímót, keppni í pokahlaupi og margt annað. Þrátt fyrir golu þá skín sólin skært og má búast við því að veðrið verði betri þegar líður á daginn. Í gærkveldi var spilaður "foringjaleikur" en þá er valið í Stjörnulið og Draumalið alls 28 drengir sem spila sinhvorar 20 mínúturnar við foringjana. Leikurinn var æsispennandi en það voru foringjar sem skoruðu fyrsta markið og var það Aron Bjarnason sem átti það mark. Drengirnir skoruðu fljótlega eftir það. Forstöðumaður átti dúndur skalla fram sem gerði gæfumuninn í leiknum 😉 Leikurinn endaði 1-1 og var því farið í vítakeppni sem endaði með sigri foringjaliðsins.
Kveð að sinni
Haukur Árni
Forstöðumaður