Nú eru fjölskyldustundir KFUM og KFUK að hefjast aftur eftir sumarfrí. Fjölskyldustundirnar eru þriðja sunnudag í mánuði og þar er gert ýmislegt saman sem styrkir líkama, sál og anda og brúar kynslóðabilið.

Næsta sunnudag, ef veður leyfir, verður farið í gamla góða útileiki í bland við nýja, og grillaðar pylsur verða í boði í hússins. Svo má gjarnan leggja til eitthvert góðgæti á sameiginlegt eftirréttahlaðborð eftir pylsuveisluna!

Samveran hefst stundvíslega kl. 15 með stuttri helgistund áður en farið verður í leikina. Við flytjum alla dagskrá inn í hús ef veður er mjög slæmt!
Eflum félagsvitund, fjölskyldu- og vinabönd og mætum öll á sunnudaginn!
Hlökkum til að sjá ykkur.
Í undirbúningsnefnd fjölskyldustundanna eru:
Anna Magnúsdóttir og Guðmundur Jóhannsson
Guðrún Sæmundsdóttir og Kjartan Birgisson
Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir og Gísli Jónsson
Ólöf Jóna Jónsdóttir og Magnús Benedikt Guðjónsson