Kvennaflokkur verður haldinn í Vindáshlíð helgina 28. ágúst-30. ágúst 2009. Í tilefni 50 ára vígsluafmælis Hallgrímskirkju í Vindáshlíð mun Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti blessa kirkjuna í guðsþjónustu á sunnudeginum. Gagngerar endurbætur hafa átt sér stað á kirkjunni, en það hefur meðal annars verið skipt um dren og gólf, bætt við bekkjum og þeir bólstraðir, kirkjan máluð og umhverfi í kring lagfært.
Dagskrá Kvennaflokks í Vindáshlíð 28. ágúst – 30. ágúst 2009.
Föstudagur 28. ágúst.19.00 Kvöldverður
20.00 Kvöldvaka: Upphafsorð og bæn Helga Rut Guðmundsdóttir.
"Ef ég væri ríkur – glæsileiki á krepputímum."
*fatabreytingar
*borðskreytingar
*tíska
*förðun
*matur
22.15 Kvöldhressing
22.45 Stund í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð.

Laugardagur 29. ágúst
09.00 Morgunmatur
10.15 Biblíulestur í umsjón dr. Margrétar Eggertsdóttur. "Hallgrímur og börn."
12.00 Hádegismatur
13.00 Frjáls tími.
Á tímabilinu 12.30-16.30 er boðið upp á nudd á vægu verði í umsjón Önnu Petu Guðmundsdóttur.
Ganga kringum Sandfell! Fararstjóri er Klara Valdís Þórhallsdótir.
15.30 Kaffi
16.00 Brennókeppni
17.00 Erindi, Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur. "Konan hans Hallgríms."
18.30 Veislukvöldverður
20.00 Kvöldvaka í umsjón Hlíðarmeyja
Happdrætti til styrktar nýju þaki á Íþróttahúsi
22.00 Kvöldkaffi
22.30 Vitnisburður og helgistund í umsjón Helgu Rutar Guðmundsdóttur.
23.30 Miðnætursýning

Sunnudagur 30. ágúst
09.30 Morgunmatur
11.00 Messa í Hallgrímskirkju í Vindáshlíð. Sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti blessar kirkjuna í tilefni 50 ára vígsluafmælis.
12.00 Hádegismatur
13.30 Heimferð

Stjórnandi: Sigríður Schram
Tónlist og undirleikur: Ásta Haraldsdóttir

Skráning í fullum gangi. Verð aðeins 9.900 krónur með gistingu, dagskrá og fullu fæði. Bókanir í síma 588 8899.