Hressar og glaðar stelpur vöknuðu um 8 leytið í morgun. Allir hjálpuðust að við að pakka seinustu hlutunum í töskurnar og ganga frá sængum og svefnpokum. Morgunmaturinn var snæddur af áfergju og spenningur í stelpunum að fara í rútuna. Verðlaun voru afhent fyrir hinar ýmsu keppnir, hegðunarkeppni, hæfileikasýningu, hárgreiðslukeppni og fleira. Allar stelpurnar fengu poka til að geyma verðlaunin og bænabókina sem þær eru búnar að föndra. Lella forstöðukona sagði stúlkunum skemmtilega sögu um Frikka frosk og svo voru nokkur Ölverslög sungin. Rútan var mætt á slaginu 10 og var þá haldið í bæinn eftir skemmtilega og viðburðarríka viku í Ölveri.
Þökkum kærlega fyrir frábærar stundir.
Foringjar í Ölveri