Þá er fjórði dagurinn liðinn. Dagurinn byrjaði sem skýjaður en mildur dagur. Sólin braust út um kvöldmatarleitið og var því kvöldvakan haldin úti einsog sjá má á nýjum myndum. Loft var sett í hoppukastalana inni í íþróttasal og var keppt í tímaþraut. Nokkrir drengir fóru í göngu og tíndu bláber sem þeir borðuðu síðan með rjóma og sykri. Í dag föstudag verður spilaður foringjaleikurinn og eru foringjarnir að æfa stíft svo að þeir eigi séns í drengina.