Dagurinn í dag byrjaði snemma, hjá krökkunum í það minnsta! Þau voru komin í 5. gír eldsnemma í morgun á meðan foringjarnir voru bara rétt að setja sig í gang. En það var aldeilis margt sem dreif á daginn, við lærðum um Jesú og Biblíuna, við fórum í fótboltaspil, limbó og skotbolta. Í hádeginu fengum við krakkakjötbollur, þær eru reyndar ekki búnar til úr krakkahakki, heldur nautahakki. En krökkum finnst þær svo góðar, þess vegna heita þær krakkakjötbollur. Svo skelltum okkur í gönguferð í Kúadal og fórum í indíánaleik. Í kaffitímanum fengum við dýrindis sjónvarpsköku og svo kepptu krakkarnir í Kaldárselsleikunum. Þar er keppt í ýmsum furðulegum íþróttum á borð við stígvélaspark og bangsakast. Í kvöldmatinn var skyr og brauð og svo var haldin þrususkemmtileg kvöldvaka þar sem við fórum á ljónaveiðar og lærðum hvað við erum dýrmæt því að Guð skapaði okkur öll einstök.

Myndir frá deginum í dag má nálgast hér.