Stelpurnar voru vaktar kl. 9 í morgun og eftir morgunmat var biblíulestur þar sem þær fengu fræðslu um biblíuna og henni líkt við ljós sem lýsir okkur í gegnum lífið. Eftir hádegismat kom glampandi sólskin og var þá haldið af stað í gönguferð upp á Sandfell. Mjög stór hópur stelpnanna fór upp á Sandfell en í boði var að fara erfiða eða létta göngu og fór annar hópurinn hringinn í kring um Sandfell. Þegar þær komu til baka úr göngunni fengu þær kryddbrauð og afmælisköku þar sem þrjár stúlkur í flokknum áttu afmæli og að sjálfsögðu var sunginn afmælissöngur Vindáshlíðar fyrir þær á meðan stóðu þær upp á stól. Eftir kaffi var keppt í kraftakeppni sem margar stelpur tóku þátt í. Brennókeppnin hélt áfram og haldið var áfram að gera vinabönd. Í kvöldmatnum var boðið upp á blómkáls súpu og brauð sem þær borðuðu með bestu lyst. Kvöldvaka var svo kl. 20 og sýndu tvö herbergi leikrit og stjórnuðu leikjum.
Stelpurnar fengu að bursta tennurnar í læknum þar sem að veður var mjög gott. Stelpurnar voru fljótar að sofna enda vel þreyttar eftir daginn.
Hér má nálgast fleiri myndir. Símatími er á milli 11:30 og 12:00 en kl 12:00 byrjar matur.