Á síðasta deginum fengu stelpurnar að sofa klukkutíma lengur, enda höfðu þær fengið að vaka svolítið á jólaballinu kvöldið áður. Úrslitaleikurinn í brennói var æsispennandi og endaði Grenihlíð sem brennómeistarar! Þær fengu að keppa við foringja. Stelpurnar bjuggu til hjörtu og hengdu upp og gerðu valentínusarkort handa hvorri annarri. Eftir kaffi var hárgreiðslu og förðunarkeppni og var keppt í fjórum flokkum (flottasta, krúttlegasta, frumlegasta og asnalegasta) og skráðu þær sjálfar í flokkana.
Klukkan 18:00 byrjaði hátíðardagskrá. Stelpur og foringjar voru prúðbúin og fóru að sækja fánann og "vefa mjúka". Þá var hleypt inn í fagurskreyttan salinn og stelpurnar fengu pizzu að borða og bergtopp. Foringjar sáu um skemmtiatriðin á kvöldvökunni og var mikið sungið og hlegið.
Um morguninn heyrðu stelpurnar um að Guð er þríeinn Guð og hvernig heilagur andi starfar, hverjir ávextir andans eru og hvernig Guð hefur áhrif á líf okkar. Um kvöldið fengu þær að heyra um litla Sakkeus sem Jesús hafði mikil áhrif á.
Nú er brottfarardagur og stelpurnar leggja af stað klukkan 11:00 til að koma í bæinn. Þær verða komnar um klukkan 12:00. Þær hafa verið að pakka og svo er fræðslu- og lokastund í kirkjunni.