Farið var í göngu niður skóginn og að klettinum Einbúa. Þar var farið í ýmsa leiki. Á leiðinni til baka tóku foringjar á móti þeim með vatnsslöngur við íþróttahúsið og sprautuðu yfir þær. Það vakti mikla lukku og reyndu stelpurnar efti bestu getu að skvetta á foringja til baka. Stelpurnar hafa verið mikið að vaða og sulla í læknum bak við hús á sundbolunum sínum.
Keppt var í Limbói og svo var séns fyrir þær sem hafa ekki náð að taka þátt að bæta það upp fyrir íþróttakeppnina (það herbergi sem tekur þátt í flestum keppnum og hefur flestar í hæstu sætunum er íþróttaherbergið). Nú er búið að ráðast hverja keppa í úrslitum í brennói á veisludag, það eru Furuhlíð og Birkihlíð.
Á kvöldvöku var mikil stemning, Lækjarhlíð sýndu leikritið Tyggjóið og Reynihlíð sýndi leikritið Fæðingadeildin.
Í morgunmat var morgunkorn, í hádegismat voru sænskar kjötbollur, í kaffinu var sjónvarpskaka, í kvöldmat var skyr og smurt brauð og í kvöldkaffi var kex.
Um morguninn fengu þær persónur úr biblíunni í heimsókn í Klappljós og fengu að heyra hvernig Guð hafði áhrif á líf þeirra.
Ég minni foreldra á að stelpurnar koma á morgun (fimmtudag) klukkan 12:00 á Holtaveg.