Farið var í langa göngu að Pokafossi og Brúðarslæðu. Þær duglegustu fóru alla leið að Brúðarslæðu og fóru undir fossinn. Það rigndi aðeins í byrjun ferðarinnar en svo lagaðist veðrið.
Keppt var í kraftakeppni þar sem þær áttu að halda tveimur lítrum af vatni eins lengi og þær gátu. Spennandi keppni. Brennóið heldur áfram og er spennan mikil.
Á kvöldvöku var sunið og skemmt sér. Furuhlíð og Víðihlíð sáum um atriðin og leikina við góðar undirtektir.
Þær fengu morgunkorn í morgunmat, sunnudagslærisneiðar í hádeginu, möndluköku í kaffinu, stafasúpu og smurt brauð í kvöldmatinn og ávexti í kvöldkaffinu.
Eftir kvöldkaffi var guðþjónusta sem stelpurnar höfðu undirbúið. Leikhópurinn sýndi leikrit um Pétur að afneita Jesú, sönghópurinn söng Gleði, gleði, Skapa í mér hreint hjarta og Með Jesús í bátnum. Skreytingarhópurinn hengdi upp myndir og undirbúningshópurinn kveikti á kertum, hringdi klukkum, sá um söngbækur og bað bænir. Þær fengu að heyra útleggingu á afneitun Péturs, hvernig traustur vinur er og hvernig hann bregst samt stundum og á verðum við að kunna að taka því. Jesús bregst aldrei, hann er traustur vinur.
Á biblíulestrinum heyrðu þær um hvernig Jesús lægði storminn og hvernig lærisveinarnir gátu treyst honum.