Margar voru vaknaðar áður en vakið var. Þegar morgunmaturinn átti að byrja voru stelpurnar búnar að hópast inn í setustofu og sátu þar og sungu sjálfar úr söngbókinni. Það hefur aldrei gerst áður í sumar og vakti mikla gleði.
Mjög stór hópur stelpnanna fór upp á Sandfell á 2. degi. Í boði var að fara erfiða eða létta göngu og hinn hópurinn fór kringum Sandfell. Eftir ferðina kom mikil sól og fóru sumar stelpur að busla í læknum. Keppt var í langstökki án atrennu, ótrúlegt hvað þær geta stokkuð, stundum lengra en hæð sína! Brennókeppnin hélt áfram og haldið var áfram með vinaböndin.
Í morgunmat var morgunkorn, í hádegismat voru pulsur, í kaffinu var kex og kökur, í kvöldmat voru pítur og í kvöldkaffinu voru ávextir.
Um morguninn lærðu stelpurnar um hvernig Biblían er okkur leiðarljós í lífinu og um kvöldið fræddust stelpurnar um þakklæti.
Hér má nálgast fleiri myndir.