Í dag er veisludagur í Vindáshlíð og komum við því heim á morgun (fimmtudag). Mun rútan koma inn á Holtaveg kl. 12:00.
Í morgun fórum við rólega af stað inn í daginn og fengu allir sem vildu að sofa til klukkan 10. Eftir morgunmat og biblíulestur var úrslitaleikur stúlknanna í brennó og eftir hádegi kepptu sigurvegararnir (Víðihlíð) við foringjana sem er alltaf æsispennandi keppni. Unnu foringjar naumann sigur 🙂 Eftir kaffi var hárgreiðslukeppni, svo undirbúningur veislukvöldverðar. Allar fóru í betri föt, snyrtu sig og pökkuðu því helsta niður. Veislukvölverður hófst svo klukkan 18 í fallega skreyttum sal og fengum við pizzur og bergtopp með skógarberjabragði að drekka. Afhentar voru viðurkenningar og verðlaun fyrir íþróttakeppnirnar og að matnum loknum fóru stúlkurnar og luku við að pakka. Kvöldvakan hófst klukkan 20:00 og sáu foringjarnir um öll skemmtiatriði. Eftir hugleiðingu í setustofunni fengu allir ís og fórum við svo í háttinn. Nokkuð fjör og spenningur var í hópnum en ró var komin í öll herbergi fyrir miðnætti.
Þetta var skemmtilegur og góður dagur í fallegu veðri á yndislegum stað. Myndir má sjá hér.
Kveðja,
Auður Páls, fostöðukona