Stelpurnar voru vaktar kl. 08:30 og morgunmatur var klukkan 09:00. Eftir morgunmat var fánahylling og síðan síðasti Biblíulesturinn. Þá höfðum við Biblíuspurningakeppni og hart var barist um 1.sætið. Rebekka varð í fyrsta sæti og Íris í öðru. Eftir stundina var síðan foringjabrennó þar sem foringjarnir unnu brennómeistarana…Húrra fyrir þeim!J
Í hádegismat var boðið upp á súpu og nýtt heimabakað brauð en ráðskonan hefur verið mjög dugleg alla vikuna að baka brauð og bollur. Eftir hádegismat fóru stelpurnar í leiki, í pottinn og sturtu. Margar fengu fléttur í hárið og eftir kaffi var farið í veislufötin.
Veislan hófst síðan með hátíðarkvöldmat sem hófst klukkan 17:30 þar sem boðið var upp á pizzur og ís. Verðlaun voru afhent fyrir m.a. hæfileikakeppni, íþróttakeppni og hegðunarkeppni. Kvöldvakan hófst síðan fljótlega eftir matinn og þá léku foringjarnir fyrir stelpurnar og hér var flipp og fjör. Skemmtilegur endir á frábærum flokk.
Þetta var mjög góð vika hér í Ölveri. Starfsfólkið allt til fyrirmyndar og mikill samhugur og jákvæðni á meðal starfsfólksins. Það hefur ekki lítið að segja þegar þarf að skemmta 46 stelpum og hlúa að öllum svo að allar fari þær ánægðar heim.
Ég þakka innilega fyrir mig. Þetta er búið að vera mjög gaman og ég er svo innilega þakklát fyrir það góða starf sem hér er unnið, frábærar stelpur sem koma hingað ár eftir ár og vonandi einhverjar sem eiga eftir að vinna hér sem foringjar í framtíðinni. Ég sé að minnsta kosti efni í góða foringja hér í hópnum. Guð blessi Ölver, starfsfólkið og umfram allt allar telpur sem hingað koma. Guð gefi að Ölver eigi sér stað í hjörtum þeirra og þær mættu eiga góðar minningar héðan.
Kær kveðja

Ragnhildur Ásgeirsdóttir, forstöðukona