Gærdagurinn í Vatnaskógi var hreint ævintýrlegur eftir hefðbunda morgundagskrá þar sem að bátarnir skipuðu stóran sess ásamt knattspyrnunni var haldið í langferð. Ferðinn var heitið í gil hinum megin við Eyrarvatn og til þess að komast þangað þurftu drengirnir að vaða yfir ós austanmegin í vatninu, þó sumum hafi þótt ferðin auðveld var það mikið ævintýri. Veðrið var dásamlegt um 20°C hiti sól og hægur vindur. Þegar komið var í gilið og strákarnir gerðu sig til skall á skúraveður sem varði í um 20 mínútur, en drengirnir létu það ekki á sig fá því fljótlega kom sólin aftur. Á myndasíðunni má sjá myndir frá gönguferðinni og stökk drengjanna ofan í ískaldan hylinn. Eftir kvöldmat spiluðu strákarnir brennó og að því loknu var kvöldkaffi og kvöldvaka. Drengirnir eru farnir að vera mjög þreyttir enda löng vika að baki.

Þeir koma heim annað kvöld klukkan 21.15 á Holtaveg 28 þaðan sem rúturnar fóru. Foreldra sem ætla að koma sjálfir að sækja drengina sína vinsamlegast tilkynnið það í síma 4338959.

Í dag er þokkalegt veður rigning og skýjað, þó er hlýtt.

Myndiir frá degi 5 má finna hér: http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=67000&g2_page=4