Stúlkurnar voru vaktar með söng klukkan níu og borðuðu serios, kornflex og hafragraut í morgunmat með bleikri mjólk, enda þema dagsins grænn og bleikur. Eftir fánahyllingu og biblíulestur hófst brennókeppnin vinsæla og á sama tíma var íþróttakeppni í ýmsum óhefðbundnum íþróttagreinum. Í hádegismat var indversk grænmetissúpa með nýbökuðum brauðum. Gengið var upp að Sandfellstjörn eftir hádegismat þar sem stúlkurnar sulluðu og léku sér með mjúka leðjuna í botni tjarnarinnar. Allar voru vel smurðar sterkri sólvörn fyrir brottför enda glampandi sól með hægum andvara. Þær voru vel nestaðar með nýbakaðar brauðbollur, banana og kex enda komu þær ekki til baka fyrr en upp fjögur. Þá fóru þær í sturtu og svo aftur út að leika í hoppukastalanum, fleiri óhefðbundnum íþróttagreinum og margar undibjuggu hæfileikasýningu sem fram fór á kvöldvökunni. Í kvöldmat fengum við svo grænt skyr með bleikri mjólk og með því ótrúlegt magn af pizzabrauði sem sannarlega sló í gegn. Á kvöldvökunni voru stúlkurnar svo með atriði þar sem hver á fætur annarri sýndi ótrúlega hæfileika. Inni á milli voru foringjar með óvænt skemmtiatriði. Hugleiðing kvöldsins var svo flutt í setustofunni eins og ávallt að loknum kvöldkaffi og fóru stúlkurnar svo inn á herbergi að undirbúa sig fyrir nóttina. Þá komu foringjar syngjandi inn ganginn og söfnuðu öllum í náttfatapartý sem vakti mikla lukku og að því loknu fóru allir í rúmið. Ró var komin í öll herbergi um miðnætti.
Myndir af stúlkunum í dag má sjá hér.
kveðja,
Auður Páls forstöðukona