Það er svo sannarlega nóg um að vera hjá drengjunum hér í Vatnaskógi. Í gær var meðal annars keppt í þrístökki, spjótkasti, 1500m hlaupi og langstökki án atrennu. Frjálsíþróttakeppnin fer fram milli borða og fá drengirnir stig fyrir sitt borð með þátttöku og aukastig fyrir fyrstu þrjú sætin. Það er talsverður íþróttaáhugi í flokknum svo margir hafa tekið þátt í frjálsum íþróttum.
Það sama er að segja um knattspyrnuna. Þar er einnig keppt á milli borða í Svínadalsdeildinni og lauk henni í gær. Í dag fóru svo fram fyrstu leikirnir í bikarkeppninni.
Fyrir þá sem ekki hafa áhuga á íþróttum er einnig nóg um að vera. Bátanir hafa notið mikilla vinsælda sem og smíðastofan í bátaskýlinu og margir drengir hafa smíðað listagripi. Í íþróttahúsinu er svo borðtennis, pool, fótboltaspil, þythokký, skák og lítið bókasafn. Innileikjaforingi stendur fyrir dagskrái í íþróttahúsinu þar sem aðstaðan er nýtt til fullnustu og alltaf er verið að koma með nýjar hugmyndir. Í gær reyndu til dæmis margir drengir fyrir sér í sjómann.
Allt í kringum staðinn er svo stór skógur sem notaður er til útiveru. Í gær var farið í gönguferð að Álfaborgum hér rétt austan við húsin og fengu drengirnir að klifa þar undir leiðsögn útileikjaforingja.
Deginum lauk svo að vanda með kvöldvöku og voru drengirnir sofnaðir um 23:00
Myndir frá gærdeginum má sjá hér:
http://www.kfum.is/myndir/?g2_itemId=70016
Í dag er hlýtt og gott veður og blankalogn. Farið var í hermannaleik í morgun og nú er góða veðrið nýtt til útiveru.
Kveðja úr Vatnaskógi.
Þráinn