Mjög góð aðsókn hefur verið í Vindáshlíð í sumar og hefur verið fullbókað í 9. flokka af 11 og biðlistar myndast. Börn á aldrinum 9-10 ára hafa þó enn tök á að komast í Hlíðina því enn eru laus pláss í 11. flokk sem haldin verður 19.-23. ágúst. Nánari upplýsingar og bókun í síma 588 8899.