2. dagurinn var skrautlegur og skemmtilegur í Selinu. Strákarnir voru vaktir með gítarspili, fóru í morgunmat og eftir Biblíulestur var farið í kassabílarallý. Við Kaldæingar höfðum heppnina með okkur því fiski-jólasveinninn kom á vörubílnum sínum og GAF okkur GOMMU af fiski, alltaf gaman að fá mat gefins í kreppunni. Við fengum allt frá fiskflökum að ostfylltum fiskibollum og plokkfiski. Svo að í hádeginu fengum við dýrindis óvæntan plokkfisk.
Eftir hádegi fórum við í ævintýralega hellaferð, í 90 og 100m langa hella. Við botn hellana var eins og við værum alein í heiminum, svo mikil var kyrrðin.
Eftir tvær kökutegundir og djús í kaffitímanum var svo farið í HERMANNALEIK! Strákunum var skipt í þrjú lið og merktir með sitthvorum litnum, eftir að hafa fengið eina vísbendingu stefndu strákarnir á brjálaða herforingjann sem lét þá gera alls kyns þrautir. Eftir að hafa leyst þrautirnar fengu strákarnir aðra vísbendingu og héldu svo inn í skóg þar sem þeir fundu SKÓGARDÝRIÐ ÓGURLEGA. Vopnaðir vatnsblöðrum hröktu þeir skógardýrið alla leið niður í Kaldá þar sem það varð rennblautt og játaði sig sigrað af þessum vaska hópi 6-9 ára drengja.
Eftir kvöldmat, kvöldvöku og húllumhæ burstuðu strákarnir tennurnar í læknum og héldu í háttinn. Og í þetta sinn svifu þeir inn í draumaheiminn á örskotsstundu…

Myndir