Þessa vikuna er LEIKJANÁMSKEIÐ í Kaldárseli, stútfullt af strákum og stelpum á aldrinum 6-9 ára. Krakkarnir fóru barasta heim klukkan fimm í dag! Svo að í stað þess að leika leikrit í kvöld, segja sögur af bleikum borðtenniskúlum og gera okkur að fíflum þá erum við foringjarnir bara að dunda okkur í óvanalegri þögninni…
Í dag kom m.a. þetta við sögu:
Málning, álfahöll, Kaldá, hjálmar, vasaljós, hellar, smíðakofar, "frumsamdir" dóta-bátar, fótbolti, kassabílarallý, blautir skór, kanilsnúðar, vinabönd, tónlist, Jesú, indíánar, hrísgrjónagrautur og kúrekar.
Fjölbreyttur var dagurinn, eins og sjá má, og vil ég meina að krakkarnir bíði spenntir eftir því að koma aftur í fyrramálið…
Myndir frá deginum í dag má nálgast á slóð hér fyrir neðan.