Dagurinn í dag var sannarlega fallegur! Gönguferðin var óvenju löng sökum veðurs, góðs veðurs. Vala bauð stelpurnar velkomnar í ból sitt (Valaból), þar sem þær gæddu sér á nýbökuðum hornum og formkökum. Þær voru þó ekki "smíðaðar" af Völu, heldur Rakel ráðskonu.
Í dag kom hoppukastali í heimsókn, sem átti mikilli lukku að fagna. Auk þess varð Kaldá mjög vinsæl í sólinni, en sumir ætluðu sér um of og böðuðu stígvélin sín að innan. Í dag var einnig fótboltaleikur, stultukeppni og fleira og fleira. Stelpurnar voru að vonum lúnar en sumar voru farnar að geispa um níu-leytið…

Myndir frá þriðja degi má nálgast á slóð hér fyrir neðan.