Í gær hélt áfram að blása á okkur úr norðaustri, sólin skein hins í heiði og því var mjög hlýtt inn í skóginum og á milli húsana í skjólinu. Dagurinn var því nýttur til útiveru.
Eftir hádegismat tóku allir drengirnir þátt í hinum vinsæla hermannaleik. Hópnum er skipt í tvö lið, Oddverja og Haukdæli. Oddverjar hafa það hlutverk að vera Oddakot, sem er við austurenda vatnsins, meðan Haukdælir sækja að þeim. Barist er með því að taka klemmur af handlegg andstæðingsins. Í lok leiksins eru svo skógarskrímslin kölluð út og keppt er um að ná þeim. Við foringjarnir höfum einnig frétt af fjársjóði í skóginum og drengirnir leituðu af honum. Þegar öll stig höfðu verið talin kom í ljós að úrslitin voru mjög óvænt en leikar skildu jafnir, sem er nú ekki algengt í hermannaleiknum.
Eftir hádegismat tók svo við hefbundin dagskrá með íþróttum, smíðaverkstæði, leikjum og fleiru. Einnig var keppt í víðavangshlaupi en þá eru hlaupnir rúmir 4 km í kringum vatnið. Þetta er sannkallað hindrunarhlaup þar sem fara þar yfir tvo ósa, fram hjá kríuvarpi og fleira. Það voru um 20 drengir sem tóku þátt og skemmtu sér vel.
Til að lengja daginn aðeins seinkuðum við kvöldkaffi til 20:30 og fórum á kvöldvöku í kjölfarið. Drengirnir voru svo sofnaðir um 22:45.

Myndir frá gærdeginum má sjá hér Nú í dag er hins vegar góða veðrið sem við höfum beðið eftir loksins komið og bátarnir því opnir. Nú þegar þetta er skrifað eru því margir drengir komnir út á vatn eða að vaða í fjörunnni.
Kveðja úr Vatnaskógi
Þráinn