Það hefur verið mikið fjör hér í Vatnaskógi undanfarið. Það er ekki hægt að segja annað en að veðrið hafi leikið við okkur í gær, þrátt fyrir að sólin hafi ekki kíkt fyrir skýin var heitt og gott og blankalogn. Það var því sannkallað bátaveður enda hafa bátanir notið mikilla vinsælda í þessum flokki.
Hér í Vatnaskógi eru drengirnir vaktir kl. 8:30, fara svo í morgunmat og morgunstund og að því loknu hefst frjáls tími þar sem ýmislegt var í boði. Í hádegismat í gær var boðið upp á hakk og spaghetti sem drengirnir renndu ljúflega niður. Eftir hádegismatinn hélt fótboltamótið áfram, keppt var í pokahlaupi, fótboltaspili og bátanir voru opnir og margir reyndu að veiða fisk. Í kaffinu er svo boðið upp á heimabakað brauð og kökur við mikla hrifningu. Dagskráin hélt svo áfram sinn vanagang. Eftir kvöldmat var svo meðal annars boðið upp á heita potta sem eru bak við íþróttahúsið og nokkrir drengir skelltu sér í pottana. Dagurinn endaði svo á kvöldvöku og voru drengirnir sofnaðir um 23:00
Drengirnir una sér vel hér í Vatnaskógi en nóg við að vera og áfram erum við jafn heppni með verður. Þrátt fyrir ský er góður hiti og blankalogn. Seinna í dag er ætlunun að leyfa drengjunum að vaða í vatninu en margir hafa spurt um það og hlakka til að bleyta upp í sér.

Myndir frá gærdeginum Kveðja úr Vatnaskógi
Þráinn