Það voru hressir drengir sem lögðu af stað á Hólavatn á mánudag og augljóst að margir þekktust frá fyrra sumri auk þess sem fjölmargir þeirra taka þátt í vetrarstarfinu á Akureyri og Dalvík. Á mánudeginum voru strákarnir heppnir með veður og voru margir sem drifu sig í vatnið og busluðu og syntu um. Í gær var farið í heimsókn á sveitabæinn Vatnsenda og að venju var slegist um að fá að halda á kettlingunum auk þess sem strákarnir fengu tækifæri til að mjólka og stökkva í heyinu í hlöðunni. Þá hefur þegar verið keppt í fjölmörgum greinum eins og rólustökki, 100 metra hlaupi, baujukasti, brúsahaldi, broskeppni og fleiru. Hópurinn er alveg frábær og því spennandi dagar framundan í 6. flokk á Hólavatni. Myndir frá síðustu dögum má skoða hér.