Stelpurnar í 3. flokk á Hólavatni eru búnar að skemmta sér vel síðan á mánudag en í dag heyrðist til þeirra þar sem þær voru að ræða um það sín á milli hvað það væri hræðilega lítið eftir af flokknum. Í gærkvöldi var náttfatapartý sem sló rækilega í gegn en þá hafa stelpurnar líka tekið upp á því að bjóða upp á göngugötu með alls konar markaðsstemmningu. Í göngugötunni má finna hárgreiðslustofu, kaffihús, tattoo-stofu, nuddstofu og margt fleira og er alveg frábært hvað hópurinn nær vel saman. Eftir kaffi í dag var svo haldið í Drulluvík til að baða sig í vatni og sól. Á morgun er það svo sveitaheimsókn og veislukvöldvaka sem allir bíða eftir. Hópurinn kemur heim á föstudag kl. 15.30 við Sunnuhlíð á Akureyri. Myndir úr flokknum má skoða hér.