Stelpurnar vöknuðu snemma enda spenntar og sumar á nýjum stað. Eftir morgunmat og fánahyllingu var Biblíulestur. Þar voru stelpurnar hvattar til að lesa og nota Nýjatestamentin sín. Biblíunni var líkt við ljós sem lýsir okkur gegnum lífið. Eftir matinn var farið að Pokafossi og Brúðarslæðu. Þar fengu stelpurnar að busla og vaða. Einnig gæddu þær sér á gómsætu bananabrauði og klanillengju. Er heim var komið var hægt að taka þátt í kraftakeppni. Stelpurnar voru orðnar sársvangar í kvöldmatnum. Þær borðuðu vel af heitu ostabrauði og skyri en úti hellirigndi stutta stund. Tvö herbergi sáu um skemmtiatriði á kvöldvöku og einnig var mikið sungið. Á kvöldhugleiðingunni var talað um hversu mikilvægt er að vera þakklát og muna að þakka Guði fyrir allt það góða sem hann gefur okkur. Svo fengu stelpurnar að fara að læknum og bursta tennurnar í kvöldblíðunni. Ró var komin á rétt fyrir miðnætti.