Þá er hann hafinn, ævintýraflokkurinn sem stelpurnar hafa beðið eftir. Hingað í Vindáshlíð eru mættar 83 kröftugar stelpur sem eru til í allt. Eftir kynningu og niðurröðun í herbergi var hádegismatur. Þá var farið í gönguferð að fossinum Brúðarslæðu en þegar stúlkurnar komu til baka biðu þeirra heilmiklar vatnsgusur sem féllu ofan af þaki og bunuðu úr brunaslöngu. Féll þessi framkvæmd mjög vel í kramið enda glampandi sól og ljúfur andvari úti. Í kvöldmat var píta úr nýju heimabökuðu brauði og borðuðu stúlkurnar mjög vel. Kvöldvakan fólst í nýjum ratleik um svæðið sem endaði svo í lautinni þar sem varðeldur logaði. Þar sungum við góða stund og fengum ávexti en síðan fórum við inn í setustofu og lukum deginum með því að heyra eina af mörgum sögum um hvernig við getum kynnst Guði.
Þetta var hressilegur dagur og fín byrjum á heilmiklu ævintýri sem framundan er, en myndir dagsins má sjá
hér.
kveðja,
Auður Páls
forstöðukona.